Þórhildur Jensdóttir
Þórhildur Jensdóttir
25. september 2019

Vaxtalækkanir á sparnaðarreikningum

Í september lækkuðu vextir á sparnaðarreikningum hjá Arion banka, Auði og Íslandsbanka. Mikilvægt er að fylgjast með hvort sparnaðurinn þinn sé inn á reikning með góðum vöxtum miða við binditíma. Berðu saman kjör á sparnaðarreikningum inn á Aurbjörgu og veldu það hagkvæmasta sem hentar þér.

Vaxtalækkanir mynd

Breytingar á vöxtum voru eftirfarandi:

Arion banki

Arion banki lækkaði vexti bæði á flestum verðtryggðum og óverðtryggðum reikningum. Lækkanirnar voru á bilinu 0,10 til 0,25 prósentustig.
Dæmi um breytingar:
Fjárhæða- og tímaþrep (enginn binditími): 1,90% - 2,57 % → 1,80% - 2,32%
Fjárhæðaþrep 30 (31 dags úttektarfrestur): 2,50% - 3,30% → 2,40% - 3,15%
Skammtímabinding (binditími 6 mánuðir): 3,55 % → 3,35%
Óverðtryggður 18 (binditími 18 mánuðir): 3,10% → 2,85%
Verðtryggður 36 (binditími 36 mánuðir): 1,30 % → 1,05%
Eignalífeyrisreikningur (fyrir 60 ára og eldri): 2,50% → 2,30%

Auður

Auður lækkaði vexti um 0,20 prósentustig. Sparnaðarreikningur hjá Auði er óbundinn, óverðtryggður og eru vextir greiddir út mánaðarlega.
Áður voru vextir 3,30% (3,39% ársvextir), en eru nú 3,10% (3,13% ársvextir).

Íslandsbanki

Íslandsbanki lækkaði vexti um 0,15 prósentustig á óverðtryggðum reikningum.
Dæmi um breytingar eru:
Vaxtasproti (enginn binditími): 1,65% → 1,50%
Fastvaxtareikningur (binditími 6 mánuðir): 3,70% → 3,55%
Húsnæðissparnaður (binditími 17 mánuðir): 3,20% → 3,05%
Heiðursmerki (fyrir 60 ára og eldri): 2,30% - 2,65% → 2,15% - 2,50%


"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉