Aurbjörg.is
Aurbjörg.is
14. janúar 2018

Hver er besti díllinn á debetkortum og kreditkortum?

Í dag eru samtals 43 debet- og kreditkort sem standa neytendum til boða, já þú last rétt, 43 mismunandi kort sem þú getur valið þér á Íslandi!

En hvernig finnur þú þá besta dílinn á debet- eða kreditkorti í öllu kortaflóðinu þegar bankarnir og aðrir kortaútgefendur vilja selja þér sín kort?

Simpsons, veldu mig

Kortasamanburður á Aurbjörg.is

Sem betur fer, þá var að koma inná Aurbjörgu samanburður á kreditkortum og debetkortum.

Öll helstu kredit- og debetkortin frá Arion banka, Íslandsbanka, Kreditkort ehf og Landsbankanum eru þarna borin saman á einum stað með óháðum samanburði.

Nææs! En hvernig virkar þessi samanburður?

Helstu eiginleikar korta eru bornir saman, eins og:

 • Árgjald korts (kredit- og debetkort)
  Hér er þó ágætt að hafa í huga að oft er gefinn afsláttur af árgjaldi ef neytandi er í einhvers konar vild hjá kortaútgefanda eða ársvelta kortsins fer yfir ákveðið viðmið.
 • Ferðatryggingar (kreditkort)
  Fyrir þá sem vilja hafa bílaleigutryggingu, þá fylgja þær oftast þeim kreditkortum sem eru með bestu tryggingarnar (4 stjörnur).
 • Punktar (kreditkort)
 • Frír aðgangur að betri stofu Icelandair (lounge) (kreditkort)
 • Fjöldi frírra færslna (debetkort)
 • Færslugjald (debetkort)
 • Fyrir hvern (debetkort)
  Sum kort eru t.d. aðeins fyrir yngri fólk eða aðeins fyrir stúdenta.

Til að auðvelda samanburðinn á kortunum er hægt að raða þeim eftir mismunandi eiginleikum þeirra.

Ágætt er að vera með í huga að sum kort innihalda önnur fríðindi sem eru ekki sýnd í samanburðinum. Dæmi um slík fríðindi eru flýtinnritun í flug og ókeypis langtímabílastæði við Leifsstöð, en þau fríðindi fylgja oftast dýrari kreditkortunum.

Ég er að fara missa Amex kortið mitt, hvaða kort á ég að fá mér í staðinn?

Hvaða kort á ég að fá mér

Núna þegar hætta á við útgáfu American Express kreditkorta spyrja Amex korthafar sig hvaða kort þeir eigi að fá sér sem veitir þeim jafn ríkuleg fríðindi og gamla kortið.

Ef kortin eru skoðuð til hlítar þá sést að tvö kort standa upp úr varðandi fríðindi:

 • Mastercard Premium kortið frá Kreditkort ehf.
 • Mastercard World Elite kortið frá Arion banka

Eins og sést í samanburðinum inná Aurbjörgu, þá er árgjaldið svipað en Premium kortið gefur 12 Icelandair vildarpunkta per 1.000 kr. veltu meðan World Elite kortið gefur 15 punkta.

Aðrir Icelandir vildarpunktar og kortastig sem Premium gefur:

 • 30.000 Vildarpunktar þegar velta fer yfir 4.1 millj. á 12 mánaða tímabili

En aðrir Icelandir vildarpunktar og kortastig sem World Elite gefur:

 • 10.000 Vildarpunktar við stofnun korts (20.000 vildarpunktar ef kort er stofnað fyrir 1.mars 2018)
 • 8.000 Saga Club Kortastig Icelandair við stofnun korts (16.000 kortastig ef kort er stofnað fyrir 1.mars 2018)
 • 5.000 Vildarpunktar árlega við greiðslu árgjalds
 • 6.000 Saga Club Kortastig Icelandair árlega við greiðslu árgjalds

Kortin bera álíka góðar tryggingar (World Elite er þó með hærri sjúkratryggingar) og þau bjóða bæði uppá Priority Pass.

Munur er þó á öðrum fríðindum, svo sem:

 • Premium korthafar: Fá aðgang að Icelandair Golfers og bílastæði við Leifsstöð í 3 daga endurgjaldslaust
 • World Elite korthafar: Fá vinarmiða Icelandair að uppfylltum skilyrðum og afslátt af bæði Icelandair Golfers og bílastæði við Leifsstöð.

Nánari upplýsingar er hægt að finna á Mastercard Premium síðunni hjá Kreditkort ehf. og Mastercard World Elite síðunni hjá Arion.

#NotSponsored

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉