Lánamarkaðurinn

Vaxtastigið í landinu núna er, eins og svo margt annað um þessar mundir, nánast fordæmalaust. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú aðeins 1,75%, en þeir voru 4,5% fyrir aðeins einu ári.

Íbúðalán banka, lífeyrissjóða og annarra lánastofnana hafa almennt fylgt þessari þróun eftir. Vextir hafa lækkað og í mörgum tilfellum er um verulegar lækkanir að ræða.

Þegar við skoðum þróunina frá september 2019 sést að verðtryggðir breytilegir vextir Arion banka hafa lækkað úr 3,59% í 3,04%, eða um 15%, hjá Landsbankanum hafa þeir lækkað úr 3,20% í 2,40%, eða um 25% og hjá Sparisjóðunum úr 3,60% í 2,45%, eða um 32%. Á tímabilinu hafa verðtryggðir breytilegir vextir Íslandsbanka staðið í stað í 3,3%.

Lækkunin er síst minni á óverðtryggðum vöxtum, þar sem þeir hafa lækkað úr 5,98% í 4,00% hjá Arion, úr 5,40% í 4,10% hjá Landsbankanum, úr 5,40% í 4,05% hjá Sparisjóðunum og úr 5,50% í 4,20% hjá Íslandsbanka. Hlutfallslegar lækkanir eru á bilinu 24%-32%.

Vaxtalækkanir mynd

Lífeyrissjóðirnir hafa sömuleiðis lækkað sína vexti á sama tímabili. Lækkanir hjá þeim eru minni, en vextirnir voru almennt lægri fyrir hjá lífeyrissjóðunum og eru það enn í flestum tilfellum. Svo dæmi séu tekin hafa verðtryggðir breytilegir vextir Gildis lækkað úr 2,70% í 2,35% og Festu úr 2,20% í 1,70%.

Vaxtalækkanir mynd

Vaxtalækkanir hafa verið hraðar síðustu mánuði og vaxtakjör með eindæmum hagstæð. Það eru jákvæðar fréttir fyrir kaupendur og seljendur fasteigna - því lægri vextir auka kaupgetu fólks. En þær fela einnig í sér tækifæri fyrir alla þá sem skulda íbúðalán, því það getur borgað sig að endurfjármagna lán við þessar aðstæður.

Það er auðvelt að sjá hvort endurfjármögnun sé heppileg fyrir þig með því að nota lánareikninn okkar og samanburð á lánakjörum má finna hér.

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉