Jóhannes Eiríksson nýr framkvæmdastjóri

Jóhannes Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Two Birds og Aurbjargar. Jóhannes tekur við af Auði Björk Guðmundsdóttur frá og með 1. mars 2022.

Jóhannes er lögfræðingur, með meistarapróf í lögum frá Háskóla Íslands og Cambridge . Frá 2008 hefur Jóhannes starfað sem lögmaður; fyrst á lögmannsstofunum Mörkinni og LEX og síðar sem yfirlögfræðingur Creditinfo Group og InfoCapital. Í störfum sínum hefur Jóhannes lagt áherslu á málefni fyrirtækja og m.a. tekið þátt í stefnumótun, áætlanagerð, endurskipulagningu og rekstri . Þá hefur Jóhannes staðið nærri íslenska sprotaumhverfinu um árabil, og stofnaði m.a. Fons Juris ehf. á árinu 2011 og kenndi um árabil í námskeiðinu "Nýsköpun og stofnun fyrirtækja" við Háskólann í Reykjavík. 

Um leið og Jóhannes er boðinn velkominn til starfa þá eru Auði Björk færðar þakkir fyrir góð störf hennar í þágu Two Birds og Aurbjargar á undanförnum árum. 

Aurbjörg

Aurbjörg
01.03.22