Jóhannes Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Two Birds og Aurbjargar. Jóhannes tekur við af Auði Björk Guðmundsdóttur frá og með 1. mars 2022.
Jóhannes er lögfræðingur, með meistarapróf í lögum frá Háskóla Íslands og Cambridge . Frá 2008 hefur Jóhannes starfað sem lögmaður; fyrst á lögmannsstofunum Mörkinni og LEX og síðar sem yfirlögfræðingur Creditinfo Group og InfoCapital. Í störfum sínum hefur Jóhannes lagt áherslu á málefni fyrirtækja og m.a. tekið þátt í stefnumótun, áætlanagerð, endurskipulagningu og rekstri . Þá hefur Jóhannes staðið nærri íslenska sprotaumhverfinu um árabil, og stofnaði m.a. Fons Juris ehf. á árinu 2011 og kenndi um árabil í námskeiðinu "Nýsköpun og stofnun fyrirtækja" við Háskólann í Reykjavík.
Um leið og Jóhannes er boðinn velkominn til starfa þá eru Auði Björk færðar þakkir fyrir góð störf hennar í þágu Two Birds og Aurbjargar á undanförnum árum.