Fermingarmótframlag bankanna

Nú eru páskarnir á næsta leiti og fermingar í fullum gangi. Bankarnir bjóða börnum á fermingaraldri upp á mótframlag ef þau leggja inn á framtíðarreikning eða inn á sjóð.

Fermingar

Arion banki greiðir 6.000 kr. mótframlag ef lagðar eru 30.000 kr. eða meira inn á framtíðarreikning. Sama upphæð fæst ef fjárfest er fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Samtals getur fermingarmótframlag því orðið 12.000 kr.
Vextir í dag á verðtryggðum framtíðarreikningi eru 2,2% .

Íslandsbanki greiðir öllum á fermingaraldri sem mæta í fjármálaráðgjöf ásamt forráðamanni 6.000 kr. þegar lagt er 30.000 kr. eða meira inn á framtíðarreikning eða í sjóð í Íslandsbanka. Ef stofna skal sparnað í sjóði þarf barnið og báðir forráðamenn að koma í ráðgjöf með gild skilríki. Samtals getur fermingarmótframlag orðið 12.000 kr.
Vextir í dag á verðtryggðum framtíðarreikningi eru 1,9% .

Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag til fermingarbarna sem leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Samtals getur fermingarmótframlag því orðið 12.000 kr.
Vextir í dag á verðtryggðum Framtíðargrunni eru 2,0% .
Vextir í dag á óverðtryggðum Framtíðargrunni eru 3,4% .

Samanburð annarra sparnaðarreikninga má finna hér.

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉