Endurfjármögnun

Vextir er núna í sögulegu lágmarki eftir ítrekaðar meginvaxtalækkanir Seðlabankans. Þegar skoðaður er samanburður Aurbjargar á húsnæðislánum í boði sést að vextir á verðtryggðum breytilegum vöxtum eru í nær öllum tilvikum undir 3,0% og hafa í mörgum tilfellum lækkað verulega frá síðasta hausti. Það er því einstakt tækifæri fyrir flesta til að endurfjármagna húsnæðislánin og spara þannig pening.

Endurfjármögnun Mynd

Aurbjörg hefur tekið í notkun nýja lausn sem auðveldar fólki verulega að taka ákvörðun um endurfjármögnun. Þú slærð inn upplýsingar um heimilisfang, eftirstöðvar lána, greiðslubyrði og lánstíma. Lánareiknirinn tekur mið af lánareglum allra lánveitenda sem bjóða upp á húsnæðislán og birtir notendum samanburð á eigin lánakjörum og þeim sem eru í boði á markaðinum. Niðurstöðurnar birtast í útreikningi sem sýnir meðal annars mögulegan ávinning endurfjármögnunar, í krónum talið, miðað við þær upplýsingar sem notandi slær inn. Markmiðið er að einfalda flókið ferli á þann hátt að einstaklingur geti á örskömmum tíma séð hverju endurfjármögnun gæti skilað honum í krónum og aurum.

Lausnin getur ekki aðeins nýst þeim sem vilja lækka greiðslubyrðina á erfiðum tímum, heldur einnig þeim sem vilja greiða lánið hraðar upp. Eins og áður segir eru vextir í sögulegu lágmarki akkúrat núna og þegar efnahagslífið fer aftur í gang er ekki ólíklegt að þeir hækki á ný. Tækifærið er núna.

Skoðaðu tækifæri til endurfjármögnunar með því að smella hér.

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉