Nýttu þér Aurbjörgu til að fylgjast betur með húsnæðisláninu þínu

Seðlabankastjóri tilkynnti um 0,25% hækkun stýrivaxta í morgun. Þetta er þriðja hækkunin á árinu og hafa stýrivextir hækkað úr 1% í upphafi árs í 1.5% í dag. Flestir lánveitendur tengja vexti húsnæðislána við stýrivexti Seðlabankans og því má búast við meiri vaxtahækkun húsnæðislána á næstunni.

Aurbjörg hvetur fólk til að fylgjast vel með húsnæðislánum sínum og þeim möguleikum sem það hefur í boði á lánamarkaði. Nú býður Aurbjörg upp á vöktun á húsnæðisláni þínu og lætur þig vita þegar vaxtabreytingar eru á markað og tækifæri myndast fyrir þig til að hagræða og spara. Aurbjörg Premium, kostar 790 krónur á mánuði og innifelur vöktun á húsnæðisláninu þínu, verðmatsskýrslu fyrir húseign þína sem sýnir áætlað markaðsvirði eignarinnar ásamt upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum um seldar eignir í hverfinu þínu ásamt upplýsingum um eignir sem eru til sölu. Þrjár uppflettingar í mánuði á verðmatsskýrslum fyrir aðrar eignir eru einnig innifaldar ásamt framkvæmdabók þar sem hægt er að halda utan um framkvæmdir heimilisins.

"Líkar þér vefsíðan mín? Gerðu vinum þínum greiða og láttu þá vita svo þeir geta notað vefsíðuna líka!" 🎉